Pressa

17.01.-01.03. 2020

Sýningin er afrakstur prentvinnustofu sem hófst  6. janúar 2020 og er haldin af Listaháskóla Íslands í samvinnu með Skaftfelli, FOSS editions og Tækniminjasafni Austurlands. Vinnustofan fer fram á Seyðisfirði og eru þátttakendur 14 nemendur úr ýmsum deildum innan Listaháskóla Íslands auk tveggja skiptinema. Með prentvinnustofunni gafst nemendunum tækifæri til að öðlast dýpri skilning á prentferlinu og kynnast lykilhugmyndum við útfærslu prentverka undir handleiðslu myndlistarmanna og sérfræðinga í grafík, þeim Sigurði Atla Sigurðssyni, Linus Lohmann og Litten Nystrøm. 

Á námskeiðinu unnu nemendur m.a. að því að koma upp silkiþrykkverkstæði frá grunni í Skaftfelli og vann hver þátttakandi fyrir sig að minnsta kosti eitt prentverk í ákveðnu upplagi en prentaðferðir hvers og eins voru mismunandi. Sýning þessi samanstendur af prentverkum nemendanna sem unnin voru á tímabilinu. 

Sýnendur eru: Alexander Jean de Fontenay, Anna Róshildur B. Böving, Arnar Hjartarson, Aron Freyr Kristjánsson, Elza Sarlote Matvaja, Joe Keys, Lúkas Björn Bogason, Maxime Smári Olson, Móna Lea Óttarsdóttir, Paula Zvane, Ragnheiður Stefánsdóttir, Saga Guðnadóttir, Tryggvi Þór Pétursson, Unnur Birna Jónsdóttir Backman, Victoria Versau, Þórunn Dís Halldórsdóttir.

Í samstarfi við: Listaháskóla Íslands, Skaftfell – Myndlistarmiðstöð Austurlands, FOSS editions, Tækniminjasafn Austurlands

Styrktaraðilar: Austri Brugghús, Omnom súkkulaði

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *