Miðvikudaginn 1.júlí, kl. 20:00-21:00, bíosalur Herðubreiðar
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, kynnir sérstaka forsýningu myndarinnar Shore Power eftir Jessicu Auer fyrir nærsamfélagið. Hugmyndin að verkefninu fæddist þegar hún dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells í júlí 2016. Myndin var tekin í kjölfarið næstu þrjú árin og sýnir fjölgun skemmtiferðaskipa í Seyðisfjarðarhöfn og endurspeglar breytingar og áskoranir sem fylgir þessari nýju bylgju massatúrisma.
Eftir myndina fara fram spurningar og samræður. Kaffihús Herðubreiðar verður opið og eru allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.
Úrval tíu viðtalsbrota má finna á https://vimeo.com/417315481
Framleiðandi og leikstjóri: Jessica Auer
Kvikmyndagerð: Terryll Loffler
Klipping: Kristján Loðmfjörð
Hljóðhönnun: Peter Hošták
Litgreining: Mika Goodfriend
Jessica Auer er kanadískur ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og kennari. Jessica býr og starfar í Montréal, Québec og Seyðisfirði. Hún er þekktust fyrir ljósmyndir sínar en hefur einnig framleitt stuttmyndir sem setja spurningamerki við samfélagslega, pólitíska og fagurfræðilega nálgun okkar gagnvart stöðum. Í Montreal kennir Jessica ljósmyndun í Concordia University. Á Seyðisfirði rekur hún Ströndin Studio sem er ljósmynda rannsóknarsetur og fræðistofnun. Um þessar mundir er Jessica með verk á sýningunni Looking North / Horft til norðurs á Þjóðminjasafni Íslands.
Jessica vill koma á framfæri þakklæti til The Canada Council for the Arts, The conseil des arts et des lettres du Québec og íbúum Seyðisfjarðar.