Svandís Egilsdóttir – Nokkrar teikningar af fjöllum

Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró, 10. mars – 10. maí 2021

Opið daglega kl. 16-22

Sýningin Nokkrar teikningar af fjöllum er samansafn af alls konar andartökum þar sem fjöll koma við sögu. Fjöll máluð frá landi, fjöll teiknuð frá sjó, innri fjöll og ytri fjöll. Þau tengjast afstöðu listamannsins og samband hennar við þessi fjöll og andartök; tilraun hennar til að kynnast þeim og sjálfri sér um leið.

 

Það er alltaf fjall yfir mér.

Ófæranlegt og stöðugt, en oft kleift, heilagt eða misheilagt fjall.

Það var þetta; fjallið helga sumar, síðast liðið sumar.

Komst við og komst fyrir þar á toppnum,

merkti alltið sem finnst í andrýminu. Það var heilög gleðistund.

Í sumar sem leið var líka fjölskylda.

”Mamma!” sagði sá yngsti, – ”þú málar alltaf sama fjallið.” 

Ég hef hugsað um þessi orð barnsins mánuðum saman.

Í vetur komu fjöllin á óvart. Þau sögðu, ”ekki vanmeta okkur litlu krækiber, peð, menn eða hvað sem þið heitið.”

Þessar myndir eru málaðar áður en þau sögðu mér það. Ég efast um að ég geti málað þau svona eftir það.

 

Svandís Egilsdóttir er kennari og málari auk þess sem hún fæst við ýmisleg annað. Hún er  með fjölbreytta menntun og alls konar áhugamál. Svandís býr og starfar á Seyðisfirði.

 

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *