Andreas Senoner – Verk á pappír

Föstudaginn 29. apríl kl. 17:00-20:00 í Herðubreið

Verið hjartanlega velkomin á pop-up sýningu með nýjum verkum á pappír eftir myndlistarmanninn Andreas Senoner. Léttar veitingar verða í boði og mun listamaðurinn bjóða upp á stutta kynningu á list sinni milli kl. 17:30 og 18:00 (á ensku). Allir eru velkomnir.

 

Andreas Senoner (f. 1982 í Bolzano, Ítalíu) er myndlistamaður sem býr og starfar í Flórens á Ítalíu. Hann hefur dvalið í gestavinnustofu Skaftfells í apríl og nýtt megnið af tímanum til að teikna, sem aðferð til að iðka sjónræna hugsun og leita eftir nýju umfjöllunarefni og efnivið.

Í skúlptúrískar rannsóknum sínum leggur Andreas áherslu á röð atriða sem aðalinntak, þ.m.t. umbreytingar, arfleið og lagskiptingu á táknrænan og efnislegan máta. Í verkum sínum velur hann og notar sérstæðan efnivið sem koma að mestu úr dýra- og plönturíkinu – þ.m.t. timbur, fjaðrir, skófir, vefnað, býflugnavax – en alltaf með sögu sköpunar og þróunar í huga um leið og hann finnur þessum þáttum ákveðið gildi. Andreas notar helst timbur sem er mikilvægur náttúrulegur efniviður, sem safnar minningum og leyfir okkur að lesa í spor tímans – fyrir, á meðan og eftir að listrænt ferlið hefur átt sér stað.

Andreas endurvekur hefðbundið ferli skúlptúrsins undir formerkjum samtímans og á grundvelli þeirra skilaboða sem hann telur nauðsynlegt að miðla, með því að leita að tungumáli sem er eingöngu tengt áþreifanlegri náttúru hins valda efniviðs og umfjöllunarefnisins sem um ræðir. Hann reynir að skapa samtal og finna samsvörun með minningum áhorfandans.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *