Velkomin Nermine El Ansari

Við bjóðum Nerime El Ansari hjartanlega velkomna í gestavinnustofu Skaftfells. Næstu sex vikur frá 15. október til 30. nóvember mun El Ansari vinna að verkefni sínu „Dreams in Exile“ sem lýkur með sýningu í galleríi Skaftfells.

Í Dreams in Exile kannar egypski listamaðurinn Nermine El Ansari leiðir til að gefa sjónrænni tjáningu á hugmyndum um tilfærslu og útlegð nýtt form. Verkefnið lítur á tilfinningalegt völundarhús sem útlendingar frá fjarlægum löndun upplifa í leit að dýpri skilningi á einangrun og eilífri leit að stað til að tilheyra.

Verkefnið er innblásið af persónulegri reynslu El Ansari sem hefur gengið í gegnum marga flutninga frá barnæsku. Innblástur er einnig sóttur í upplifanir hælisleitendur sem leituðu skjóls á Íslandi, sem hún hefur borið vitni um síðan 2015, sem túlkur bæði hjá Samtökin ’78 og hjá Útlendingastofnun. Sögur hælisleitenda óma í gegnum vinnu hennar: hið mikla rof sem aðskilnaður frá heimalandi sínu veldur og minningarnar – settar á móti nýju, ókunnu landi – um heimilið: staðina, tungumálið, lyktina, hljóðin, veðrið og raddir sem uppfylla hugann af heimþrá. Einangrunartilfinning og margbreytileiki þess að þrá eftir stað til að tilheyra, er áminning um að tilfærsla er mannleg reynsla sem nær yfir landamæri.

Í miðju hafróti missis og löngunar koma draumar fram sem vonarljós. Draumar, eins og náttúrulegt landslag, eiga sér engin mörk. Þeir breytast í annar veruleika sem tengja saman brotna sjálfsmynd, ýta undir tilfinningu um einingu, jafnvel í útlegð. Með því að búa til ímyndað landslag sem fer yfir landfræðileg og tilfinningaleg landamæri, miðar Nermine að því að rækta skilning og samkennd, og minna okkur á að tilheyra er sameiginleg mannleg leit.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *