Sólargleypir

SÓLARGLEYPIR / SUN SWALLOWER
14. febrúar – 15. mars

SÝNINGAROPNUN: 14. FEBRÚAR 17.00 – 18.00

Skaftfell myndlistarmiðstöð Austurlands kynnir væntanlega samsýningu: Sólargleypir með verkum eftir listamennina Frederikke Jul Vedelsby, Gunndísi Ýr Finnbogadóttur & Þorgerði Ólafsdóttur, Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur, Hildigunni Birgisdóttur, Hrein Friðfinnsson, Ólaf Elíasson, Unu Margréti Árnadóttur & Örn Alexander Ámundason.

Sýningin á sér stað samhliða 10 ára afmæli listahátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði og sýningarstjóri er Celia Harrison forstöðumaður Skaftfells.

Eftir fjóra langa mánuði í skugga fjalla Seyðisfjarðar, íhugar Sólargleypir bæði stórkostlegar og fíngerðar leiðir til að vænta endurkomu sólarinnar. Verkin á sýningunni eru fengin úr söfnum listamannanna til að leggja fram hugleiðingar um þessan árvissa viðburð.

Opnunartímar þriðjudaga – laugardaga 12:00-17:00