Skaftfell Residency

Skaftfell Residency

Listamannaspjall #30

Þriðjudaginn 16. okt kl. 16:30 fer fram þrítugasta listamannaspjall Skaftfells. Að þessu sinni munu sex alþjóðlegir gestalistamenn kynna verk sín og vinnuaðferðir en hver kynning tekur 15 mínútur. Viðburðurinn fer fram á ensku í sýningarsal Skaftfells, léttar veitingar í boði. Æviágrip…

Gavin Morrison ráðinn sem forstöðumaður Skaftfells

Stjórn Skaftfells tilkynnir með ánægju að Gavin Morrison hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands. Gavin mun taka við stjórn miðstöðvarinnar í byrjun nóvember af Tinnu Guðmundsdóttur sem hefur verið við stjórnvölinn síðan í ársbyrjun 2012. „Stjórn Skaftfells…

Skaftfell í haustfrí frá 8. okt

Frá mánudeginum 8. október mun Skaftfell fara í haustfrí, bæði mun Bistróið loka til 19. okt og tekin verður pása í sýningardagskránni. Næsta sýning opnar laugardaginn 3. nóv og ber heitið Hví sól með myndlistarhópnum IYFAC.

BRAS

Velkomin í Herðubreið á setningarhátíð BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Boðið verður upp á tónlistaratriði með ungum Seyðfirðingum og léttar veitingar. DAÐI FREYR treður upp í beinni útsendingu, tekur lagið og semur tónlist á Seyðisfirði, Eskifirði og á…

Alls konar landslag

Allt frá upphafi myndlistar hefur landslag og náttúra veitt myndlistarmönnum innblástur. Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gunnlaugur Scheving (1904-1972) eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að lykilverk þeirra á sýningunni „Alls konar landslag”, Síldarbátur eftir Gunnlaug og Eyðimörk eftir Nínu, séu…

Ný barnamenningarhátíð – BRAS

Haldin verður barnamenningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi núna í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi ákvað að leggja fjármagn í barnamenningarhátíð í gegnum fjármagn frá Sóknaráætlun Austurlands.…