Um fræðslustarf Skaftfells
Skaftfell sinnir fræðslustarfi fyrir börn, ungmenni og fullorðna bæði á Seyðisfirði og fjórðungsvísu.
Á tímabilinu 2001-2018 stóð Dieter Roth Akademían, ásamt Listaháskóla Íslands, fyrir árlegu námskeiði fyrir útskriftarnemendur myndlistardeildar sem bar heitið Vinnustofan Seyðisfjörður. Á þessum námskeiðum var allur bærinn opnaður fyrir nemendunum og unnu þeir náið með starfsmönnum ýmissa verkstæða og fyrirtækja í bænum að verkum sínum sem þau enduðu með að sýna í Skaftfelli. Samstarfsaðilar voru m.a. Tækniminjasafn Austurlands og Stálstjörnur.
Árið 2007 hafði Skaftfel frumkvæði að markvissu fræðslustarfi sérsniðnu að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Miðstöðin hefur síðan þá boðið upp á listfræðsluverkefni sem fjallar um myndlist og sköpun með einum eða öðrum hætti til að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum. Ennfremur hefur miðstöðin unnið náið með Seyðisfjarðarskóla í fjölda ára og sá m.a. um myndmenntakennslu fyrir elstu nemendur skólans á tímabilinu 2009-2017.
Nemendur úr framhaldsskólum á svæðinu koma einnig reglulega í sýningarheimsóknir auk þess sem listamenn á vegum miðstöðvarinnar heimsækja reglulega skólana og eru með kynningu á sinni listsköpun og vinnuaðferðum. Árið 2020 bauð Skaftfell nemendum á listnámsbraut í Egilsstaðaskóla upp á verkefni sem var hluti af BRAS
Önnur verkefni eru sjálfstæðar smiðjur og námskeið, Printing Matter, Wanderlust, samstarf við List án landamæra, Dag myndlistar, List fyrir alla og BRAS
Til að panta leiðsögn hafið samband við fræðslufulltrúa Skaftfells, fraedsla@old.skaftfell.is