Home » 2016

Skuggaverk – stuttmyndir um ljós og myrkur

Í ágúst og desember dvelja London Fieldworks sem gestalistamenn í Skaftfelli. Á þessu tveggja mánaða tímabili munu þau búa til stuttmyndir um ljós og myrkur í þeim tilgangi að bera kennsl á og túlka staðbundna þekkingu í tengslum við síbreytileg birtuskilyrði. Bruce og Jo munu kynna verk sín og efna til umræðna um upplifun á ljósi og myrkri á Seyðisfirði.

Listamannateymið Bruce Gilchrist og Jo Joelson kanna sambandið milli landafræði og samtímamyndlistar, snertifleti menningar og náttúru í gegnum kvikmyndir, manngerð umhverfi og fjölskynjunar innsetningar. Þau reka vinnustofu í austur London, en starf þeirra fer fram með vettvangsvinnu í þéttbýli, dreifbýli og afskekktum svæðum (þ.mt Brasilíu, Norður Austur-Grænland, Norður-Noregi, skosku hálendi, Suður-Indlandi og Bandaríkjunum) og með viðræðum við fólk sem býr og starfar á þessum svæðum. Sveiflan milli þétt- og dreifbýli hefur nýlega leitt til áhuga á hvernig hugmyndinni um hið afskekkta er storkað með tækniframförum og áhrif þess á afvikinn dreifbýli.

/www/wp content/uploads/2016/05/lf shadow

Ljósmyndir: London Fieldworks