Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"

/www/wp content/uploads/2016/01/nora raum1 840

Suspending plains

Verið hjartanlega velkomin að upplifa listrænar tilraunir, fimmtudaginn 21. janúar, frá kl. 20:00-22:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Þýska listakonan Nora Mertes skoðar tengsl mannslíkamans og efnis í umhverfinu. Hún notar hendur sínar og líkama til að velta fyrir sér, forma og endurmóta efni. Að hvaða leyti getur hún, eingöngu með líkamanum, hagrætt efninu? Á Seyðisfirði hefur Nora notast við gifs, málmplötur, leir og olíukennt svart blek. Skúlptúrar hennar kallast á við einkenni í landslaginu, bæði á efnislegan og sjónrænan máta. Formin halla, bráðna og hanga. Nora Mertes er gestalistamaður Skaftfells í desember 2015 og janúar 2016 með styrk frá Goethe Institut.

Litróf: skínandi og endurspeglandi

Litróf: skínandi og endurspeglandi

Í verkum sínum einbeitir hollenska listakonan Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni en draga fram ólíka eiginleika efnisins; innsetningin sýnir hvernig efnið geislar ljósinu og virðist stöðugt en […]

Read More