Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

/www/wp content/uploads/2017/10/ps mynd 1500

Margrét H. Blöndal

Einkasýning Margrétar H. Blöndal, pollur – spegill, stendur yfir frá 7. okt – 26. nóv. Ég var á ferð fótgangandi, áverkar á stígum mynduðu dældir fyrir vatn sem hefur fossað frá himninum síðustu daga.  Spegill spegill herm þú mér.  Sumir eru drullug díki, aðrir grárri og svo getur glitt í tæran botninn.  Pollur er djúpur, gljúpur sem gleypir og fær eitthvað til að hverfa.  Spegill flatur – tví- og þrívítt á víxl – samt getur maður horft inn í óendanleikann – eða ekki.  Pollur er hjúpur um áverka, hylur eða undirstrikar – allt eftir því hvað þú vilt og vilt. […]

Read More

/www/wp content/uploads/2017/03/hkb 72 0609

Þögul athöfn

Einkasýning. Sýningarstjóri: Gavin Morrison. Uppistaðan í Þögulli athöfn, sýningu Hönnu Kristínar Birgisdóttur, eru tveir skúlptúrar sem við fyrstu sýn bera með sér einkennileg efnistök. Heflaður bjálki sem borað hefur verið langsum í gegnum, hvílir þungur á léttri grind og mold hefur verið sáldrað í kring. Tvö sköft eru við vegginn í námunda við skúlptúrinn, þau bera líka ummerki þess að mold hafi komið við sögu. Hinum meginn í salnum liggur hringlaga moldarlengja, jafn löng bjálkanum og suðurhluta salarins hefur verið umbreytt í heimatilbúin tennisvöll samsettan úr fundnu efni. Netið er úr fiskineti sem haldið er uppi af tveim afsöguðum drumbum […]

Read More