Um Skaftfell

Skaftfell listamiðstöð er myndlistarmiðstöð Austurlands, þar sem innlendri og erlendri nútímalist eru gerð skil. Miðstöðin er til húsa í gömlu timburhúsi frá 1907 og þar má finna sýningarými, listabókasafn, skrifstofu, fundarherbergi, gestaíbúð og veitingastaðinn Skaftfell Bistró.

Skaftfell hýsir reglulega listafólk víðs vegar að, bæði til að vinna að fyrirfram ákveðnum þemum og sem vinna sjálfstætt. Listafólkið hefur aðgang að Prentverk Seyðisfjörður, prentverki sem rekið er af samvinnuhópi nokkurrra listahópa á staðnum.

Skaftfell rekur einnig tvo aðra staði: Geirahús, heimili hugsjónalistamannsins Ásgeirs Jóns Emilssonar (1931-1999) og Tvísöng, gríðarstóran hljóðskúlptúr frá 2012, eftir þýska listamanninn Lukas Kühne.

Skaftfell á 25 ára afmæli á þessu ári. Miðstöðin var stofnuð 1998 í minningu svissnesk-þýska listamannsins Dieters Roth (1930-1998), sem bjó og starfaði á Seyðisfirði með hléum síðustu æviár sín og hafði varanleg áhrif á menningarlíf bæjarins.

Fréttir | News

Geirahús

Tvísöngur