Vesturveggurinn 2003

Gallerí í Bistrói Skaftfells
Sýningarstjóri: Daníel Björnsson

Ingirafn Steinarsson – space eitt og space tvö 19. júlí – 7. ágúst 2003
Ólöf Arnalds – Eins manns hljóð 5. júlí – 19. júlí 2003
Sólveig Alda Halldórsdóttir – Upp-skurður 9. ágúst – 5. September 2003
Einar Valur Aðalsteinsson – 24_Seyðisfjörður 10. sept – 26. sept. 2003
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling T.V. Klingenberg – Mökuleiki 27. sept – 10. okt. 2003
Snorri Ásmundsson – Litli risinn 6. nóv. – 18. des. 2003
Þórunn Eymundardóttir – Dreki 1 20. nóv. 2003 – 5. jan. 2004

 

Ingirafn Steinarsson : Space eitt og Space tvö
19 júl  – 07 ágú 2003

Elding séð ofanfrá úr flugvél. 4000 fet. Tveimur litskyggnum er varpað á vegg bistrósins. Báðar sýna þær augnablikið þegar eldingu slær niður í skýjunum. Listamaðurinn tók þessar myndir út um glugga flugvélar árið 2002, annars vegar er hann var á leið frá Documenta IX og hins vegar frá Feneyjar-tvíæringnum.

Ingirafn Steinarsson er fæddur 1973. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum og verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Hann hefur lært við Myndlistarskóla Reykjavíkur, við Hogeschool voor de Kunsten í Hollandi og lært kvik- og ljósmyndun í Pittsburgh. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1999. Hann er nú við nám í Listaakademíunni í Vín.

Ólöf Arnalds : Eins Manns Hljóð/Solitary Sounds
05 júl  – 01 júl 2003

Vídeótónverkið Eins manns hljóð, eða Solitary Sounds, var frumflutt á einum af tónleikum Listaháskólans í listasafni Reykjavíkur síðastliðið vor. Verkið er innblásið af hinum sáraeinfalda, margprófaða, en samt stórkostlega möguleika  hljóðupptökutækninnar – að geta spilað með sjálfum sér. Myndræni þátturinn (margar upptökur af sömu manneskjunni á sama skjá) gengur fyrst og fremst út á að gera upptöku af tónlistarflutningi einnar manneskju eins lifandi og hægt er, að ná sömu lífshættu og þeirri sem tónlistarmaður getur upplifað á sviði, án þess að koma í raun fram. Tökur fóru fram í hljóðveri og er hver taka samfelld og endanleg bæði hvað varðar hljóð og mynd. Hljóðið fékk að halda sér eins og það kom af kúnni.

Hljóðfæraleikararnir í þessarri eins manns hljómsveit eru bæði misgóðir á hljóðfærin sín og upplagðir eftir atvikum. Þeir eru 9 talsins; 2 fiðlur, 2 víólur, 3 gítarleikarar, sellóleikari og kontrabassi. Þeir þurfa einnig, af nokkru reynsluleysi, að annast stjórn upptöku bæði hljóðs og myndar. Í eyrum þeirra hljómar rödd með fyrirmælum um kaflaskipti og innkomur en þeir heyra einnig það sem áður hefur verið tekið upp. Þannig má segja að búið sé að skipuleggja framvinduna að mestu auk þess sem hinn einfaldi grunnefniviður tónlistarinnar hefur þegar verið ákveðinn en það kemur svo í hlut hvers og eins hljóðfæraleikara að spinna með hann.
Ólöf Helga Arnalds er fædd í Reykjavík 1980. Hún stundar nám í tónsmíðum og nýjum miðlum við Listaháskóla Íslands.

Sólveig Alda Halldórssdóttir : UPP-SKURÐUR
09 ágú  – 05 sep 2003

Sýningin samanstendur af texta sem unnin er upp úr dagbókarfærslum William Burroughs og hennar eigin.
Beat skáldið William Burroughs varð m.a. þekktur fyrir að finna upp hinn svokallaða “cut-up” stíl en þaðan er nafn sýningarinnar komið.   Sólveig Alda er fædd í Reykjavík árið 1976. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands af myndlistardeild vorið 2003. Þetta er hennar önnur einkasýning.

Einar Valur Aðalsteinsson : 24_Seydisfjordur
13 sep  – 26 sep 2003

Rauntíminn er skemmtilegur hlutur, hann er í raun í tíma, í þeim tíma sem upplifandinn er í …
Rauntími eins & allar aðrar mælieiningar standa og falla með því að hægt sé að miða þær við aðrar til að fá samanburð… kókflaska er stór miðað við flugu en lítil miðað við fíl.
Hlutir verða oft skýrari & aðgengilegri ef þeir eru stækkaðir eða minnkaðir / skipta um massa í viðmiði við sinn upprunalega. Landslag verður skýrara á landakorti.
Verkið 24_Seydisfjordur sem sýnir sólahring útum eldhúsgluggann minn á Seyðisfirði á tæpum fjórum mínútum
…það er áhugavert miðað við þennan texta ….                                                           …
Meter as well as miles are a measuring unit, but they are not the same…
Einar Valur er fæddur í Reykjavík 1978 og útskrifaðist  úr Listaháskóla Íslands vorið 2003. 24_SEYDISFJORDUR er fyrsta einkasýning hans.

Poetry evening : Ljóðapartí Nýhils 2003
05 jún  – 05 jún 2003

Nokkrir nýhilistar og aðrir góðkunningjar þeirra úr listheiminum byrja að túra um landið undir yfirskriftinni “Ljóðapartí Nýhils 2003”. Fyrsta giggið verður í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði laugardagskvöldið 5. júlí og síðan verður haldið áfram að túra og komið við á alls 7 stöðum. Lokagiggið verður svo á Grand Rokk Café í Reykjavík þann 24. júlí, en þar hefur Nýhil staðið að reglulegum uppákomum í allan vetur.
Hér eru á ferðinni ungskáldin Haukur Már Helgason, Eiríkur Örn Norðdahl, Kristín Eiríksdóttir, Haukur Ingvarsson, Bjarni Klemenz, Gísli Magnússon, Halldór Arnar Úlfarsson, Ófeigur Sigurðsson, Dj Böddi brútal og Dj Máni. Hljóðgerningamaðurinn Hondó leikur á Dórófóninn sin.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir & Erling T.V. Klingenberg : Mökuleki
27 sep  – 10 okt 2003

Sýningin samanstóð af verkum unnum í þrjá ólíka miðla er mynduðu eina heild undir nafninu Mökuleki. Þar var leir, myndbandsinnsetning og málverk.
Video sýnir bilið á milli augnanna og hreyfingar vöðva þar inn í hring. Hvítan í augunum en ekki augasteinar sjáanlegir.  Svartur litur málaður á vegg og utan um hringlaga videovörpun.
Skúlptúr: Leir á stöpli.  Kynfæri listamannanna tveggja notað sem verkfæri, einnig för eftir fingur og hendur.
Málverk(+detail): Striginn er lak strekkt á blindramma, hengt upp á vegg. Málverkið/lakið hefur í sér bletti og afganga eftir kynmök listamannanna tveggja.

Þórunn Eymundardóttir : Dreki 1 / Dragon 1
20 nóv 2003 – 05 jan 2004

Videoverk. Fimm mínútna lúppa af listamanninum sitjandi við borð í bistróinu að verma á sér hendurnar. Á borðinu og á víð og dreif er línustrikaður skrifpappír.

Sýningunni fylgir texti um drekann, einskonar umhverfislýsing á aðstæðum.

Nám: 2003 Gerrith Rietveld Academy, audio visual department, Amsterdam
2001-2002 Metafora, school of contemporary art, Barcelona
1997 Iðnskólinn i Hafnarfirði, hönnunardeild
1996-1997 Iðnskólinn i Reykjavik, hönnundardeild.
Þórunn er fædd árið 1979 og þetta er fyrst einkasýning hennar.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *