Bókmenntakynning

Rithöfundarnir Sigrún Eldjárn, Guðmundur Andri Thorsson og Sjón lesa upp úr verkum sínum. Magnús Skúlason sem er einn þriggja ritstjóra ,, Af Norskum rótum” kynnir bókina. Magnús Skúlason er arkitekt og forstöðumaður Húsfriðunarnefndar ríkisins. Aðgangseyrir kr. 1000.-

Týndu augun

Sigrún Eldjárn
Það er alltaf þoka í sveitinni þar sem Stínu og Jonna var komið fyrir. Og þegar þau ákveða að flýja bæta úfið hraunið og dularfullur skógurinn ekki úr skák. Enda stendur Stínu hreint ekki á sama þegar hún verður viðskila við litla bráoður sinn og hrapar sjálf ofan í djúpa sprungu. Jonni var reyndar með Rekkjusvínið sitt í fanginu, en það er óttalegt klaufadýr og lítil hjálp í því á ögurstundu. Týndu augun er spennandi saga með fjölda litmynda eftir einn ástsælasta rithöfund íslenskra barna.
208 bls.Mál og menning.

Sigrún Eldjárn er fædd 3. maí 1954 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og fór að því loknu í Myndlistar- og Handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan úr grafíkdeild 1977. Árið 1978 dvaldi hún um tíma í Póllandi sem gestanemandi við Listaakademíurnar í Varsjá og Kraká. Sigrún hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1978. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hérlendis sem og erlendis, s.s. á Norðurlöndunum, í Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, S-Kóreu, Taiwan og Japan. Verk hennar eru í eigu fjölmargra opinberra safna og stofnana. Meðfram myndlistinni hefur Sigrún unnið að ritstörfum og hefur hún skrifað fjölmargar bækur fyrir börn. Fyrsta bók hennar Allt í plati kom út árið 1980. Sigrún myndskreytir allar sínar bækur sjálf en hún hefur auk þess myndskreytt fjölda bóka annarra höfunda. Má þar nefna verk eftir Guðrúnu Helgadóttur, Magneu frá Kleifum og Þórarinn Eldjárn. Sigrún hefur einnig skrifað sjónvarpshandrit fyrir RÚV. Sigrún býr í Reykjavík.

Skugga-Baldur

Sjón

Skugga-Baldur en ekkert Skoffín
,,Skuggabaldur er afkvæmi kattar og tófu, þó sumir segi hann getinn af samræði kattar og hunds. Og Skugga-Baldur er nýjasta afkvæmi rithöfundarins Sjóns og bókaforlagsins Bjarts. Skugga-Baldur í skáldsögu Sjóns er stóran hluta sögunnar á tófuveiðum og verður þar fyrir óvæntri upplifun, eins og gengur þegar fólk fer á íslensk fjöll, full af þjóðsögum. Saga Sjóns fellur undir skilgreininguna nóvella, eða stutt skáldsaga, en það er skáldskaparform sem hefur lítt verið nýtt í íslenskum bókmenntum. Fyrir þá sem þegar þekkja verk Sjóns er sagan af Skugga-Baldri ánægjuleg viðbót í bókahilluna, en að auki spái ég því að þessi bók eigi eftir að afla þessum sérstæða höfundi nýrra lesenda og aðdáenda”.
Úrdráttur úr umsögn Úlfhildar Dagsdóttur, október 2003
124 bls
Bjartur
Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1962. Hann hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld og kom fyrsta ljóðabók hans, Sýnir, út 1978 en fyrr sama ár gaf hann út einblöðung með þremur ljóðum. Sjón var einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu og varð snemma áberandi í listalífi Reykvíkinga. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, fjórar skáldsögur, hefur skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hann hefur meðal annars starfað með Björk, samið með henni tónlist, texta og tónlistarmyndbönd, þar á meðal texta við tónlist hennar í mynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark (2000). Hann bjó og starfaði um skeið í London. Sjón var einn af þeim sem stóðu fyrir fyrstu listasmiðjunum fyrir börn í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi og hefur hann víðar unnið í ritsmiðjum með börnum og unglingum. Hann er einn af stofnendum útgáfufélagsins Smekkleysu. Ljóð eftir Sjón hafa verið þýdd á Norðurlandamál og ensku og skáldsaga hans Augu þín sáu mig hefur komið út á sænsku, dönsku og norsku. Sjón er kvæntur og á tvö börn. Hann býr í Reykjavík.

Náðarkraftur

Guðmundur Andri Thorsson

Náðarkraftur er fjölskyldusaga. Sonurinn á heimilinu hefur sent lag í Evróvisjon-keppnina – sem hann veit að mun hryggja foreldra hans – og dóttirin þarf að gera upp hug sinn um það hvort hún eigi að yfirgefa mannsefni sitt, ungan og efnilegan Evrópusinna, fyrir sænskan blúsara sem hún veit ekki að er sennilega erfingi að miklum auði. Móðirin er prestur sem glímir við það að skyggnigáfan úr bernsku tekur sig upp, en faðirinn er fyrrverandi þingmaður sósíalista sem nú stundar garðrækt og ritstörf. Þau eru síðustu sósíalistarnir, hugsjónir þeirra eru almennt aðhlátursefni og yfir þeim hvílir skuggi brostinna drauma. Samt safnast þau saman á kvöldin við píanóið … Hrífandi skáldsaga eftir einn af okkar albestu höfundum.
237 bls

Mál og menning

Guðmundur Andri Thorsson er fæddur þann 31. desember 1957 í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í íslensku- og bókmenntafræði frá HÍ 1983 og stundaði nám til Cand.Mag-prófs í íslenskum bókmenntum við HÍ 1983 til 1985. Hann var bókmenntagagnrýnandi á DV og Þjóðviljanum, ritstjóri Tímarits Máls og menningar 1986 til 1989 og hefur starfað hjá Máli og menningu frá 1989. Auk þess hefur hann unnið við þáttagerð fyrir RÚV, flutt pistla á Bylgjunni og verið meðlimur í hljómsveitarinnar Spaða.

Af norskum rótum

Gömul timburhús á Ísland

iRitstj.: Hjörleifur Stefánsson, Magnús Skúlason og Kjell H. Halvorsen.

Í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu höfðu Norðmenn töluverð umsvif ísíld- og hvalveigðum við Ísland og fylgdu þeim nýir straumar og menningartengsl íýmsum efnum. Meðal annars í byggingarlist. Í bókinni Af norskum rótum er sjónum beint sérstaklega að þeim stöðum á Íslandi sem bera mestan svip af norskættuðum húsum, Reykjavík, Seyðisfirði, Akureyri, Siglufirði og Ísafirði, og eru höfundar kaflanna allir fagmenn, búsettir í viðkomandi byggðalagi. Bókin er glæsilega út garði gerðog prýdd ríkulegu myndefni, jafnt nýjum ljósmyndum sem myndum frá fyrri tímum.
300 bls

Mál og menning

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *