SÝNING FYRIR ALLT Á SÍÐUSTU STUNDU

16 maí 2006 – 05 jún 2006
Aðalsýningasalur

Vegna óviðráðanlegra orsaka Féll uppboðssýning Skaftfells sem áætluð var 6. Maí síðastliðinn niður. Skaftfell deyr þó ekki ráðalaust og hefur ákveðið, á síðustu stundu, að setja upp sýningu sem ber titilinn, SÝNING FYRIR ALLT Á SÍÐUSTU STUNDU, sýningin mun opna Þriðjudaginn 16. Maí kl 16:00 en verður í stöðugri þróun á sýningartímabilinu og mun vonandi bætast við hana allt  fram að lokun 5. Júní.

Þess vegna auglýsir Skaftfell eftir verkum/hugmyndum/uppskriftum/video…hverju sem er. Skaftfell tekur við verkum allt fram að 5. Júní en gott er að hafa hraðar hendur svo verkin standi sem lengst. Endilega látið leiðbeiningar fylgja með ef með þarf. Einnig hvert skuli senda verkin/gripina eða hvað skuli gera við þau að sýningu lokinni.

Verkin skulu send á:
Skaftfell Menningarmiðstöð
Austurvegur 42
710 Seyðisfjörður
Ísland

Listamönnum sem eiga verk á sýningunni fer ört fjölgandi:

Claus Lehmann
Baldur Björnsson
Alma Árnadóttir
Árni Björn Eiríksson
Kristjan Saklynsky
Kolbeinn Hugi
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Jeannette Castoni
Kyja Kristjana
Páll Tamrong S.
Eik Baldursdóttir
Johanna M Boericke
Jökull Snær
Pétur Kristjáns
Stefán V. Jónsson

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *