Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011.

Gestavinnustofur Skaftfells 2011

Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011.

Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt.

Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.

Breyting hefur orðið á fyrirkomulaginu frá fyrri árum. Nú eru 3 hús á Seyðisfirði í boði fyrir gestalistamenn; Gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll við Vesturveg og Járnhúsið við Fossgötu. Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuði.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareiðublað má finna á https://archive.skaftfell.is

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *