Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra

Bókabúðin – verkefnarými, 18. apríl 2011


Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra.
2011. Olía á striga. 195 cm x 195 cm.
Málverkið varð til eins og af sjálfu sér. Fyrst málaði listamaðurinn mynd af svíni Skálanesbóndans sem býr 200 metra frá gestavinnustofunni (svínið) – svo leiddi eitt af öðru og nú er komin niðurstaða. Túlkun verksins er gefin frjáls en þó vonar listamaðurinn að verkið veki frekar upp spurningar fremur en að verða lesið sem einhverskonar skilaboð. Að því sögðu felur verkið þó í sér vísanir í verksmiðju framleiðslu á landbúnaðarvörum.
Tom Backe Rasmussen er fæddur í Svendborg, Danmörku. Hann stundaði listnám við listaháskólana í Amsterdam, Osló og Kaupmannahöfn. Tom Backe Rasmussen vinnur í blandaða miðla, til að mynda innsetningar, skúlptúr, vídeó, gerninga og ljósmyndun. Sem stendur einbeitir hann sér að málverki. Hann sækir innblástur víða, jafnt í heim staðreyndanna sem og heim hins óraunverulega eða ljóðræna. Skýrskotanir í samtímann, jafn á almennum sem og persónulegum nótum eru undirliggjandi í verkum hans en þannig leitast hann við að nálgast veruleika mannlegrar tilvistar.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *