Listamannaspjall #9 og Body Memory

Föstudaginn 10. ágúst kl. 16:00
Skaftfell, aðalsýningarsalur

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ülo Pikkov mun sýna og segja frá nýjustu stuttmynd sinni Body Memory (2011 / Nukufilm / 9 mín). Myndin hefur fengið góðar viðtökur, verið valinn inn á fleiri en hundrað alþjóðlegar kvikmyndahátíð og unnið yfir tuttugu verðlaun. Hægt er að skoða stiklu úr myndinni hérna: http://vimeo.com/39621494

Ülo Pikkov (f. 1976) er eistneskur kvikmyndagerðarmaður, framleiðandi og rannsakandi. Hann nam hreyfimyndagerð í Turku Arts Academy í Finnlandi. Frá því 1996 hefur Ülo leikstýrt fjölmörgum stuttum hreyfimyndum hjá framleiðslufyrirtækjunum Eesti Joonisfilm og Nukufilm og skrif eftir hann, skopmyndir og teikningar hafa birst víða í eistneskum fjölmiðlum. Hann útskrifaðist árið 2005 úr lögfræði frá Háskólanum í Tartu, með áherslu á fjölmiðlun og höfundarétt. Síðan þá hefur Ülo starfað sem framkvæmdastjóri og framleiðandi fyrir heimildamyndir og hreyfimyndir hjá framleiðslufyrirtækinuSilmviburlane. Hann stofnaði, ásamt Priit Pärn, hreyfimyndadeilina í Eistneska Listaháskólanum og starfar þar sem aðstoðarprófessor. Nýlega hóf hann doktornám í myndlist og hönnun við sömu stofnun. Hann skrifaði bókina Animasophy. Theoretical Writings on the Animated Film sem kom út árið 2010. Ennfremur hefur Ülo mikinn áhuga á að skrifa og myndskreyta barnabækur.

www.silmviburlane.ee

 

Ülo og Heilika Pikkov dvelja nú í gestavinnustofu Skaftfells, Hóll.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *