Heimsókn í VA

Þann 28. október fóru tveir gestalistamenn frá Skaftfelli til Neskaupsstaðar og héldu kynningu á verkum sínum í valáfanganum Listakademían í Verkmenntaskóla Austurlands. Erik Bünger og Petter Letho eru báðir sænskir og dvelja í Skaftfell með styrk frá Norrænu menningargáttinni.

Erik Bünger ræddi um bakgrunn sinn sem tónskáld og sýndi brot úr myndbandsverkum sínum. Hann nálgast tónlist sem fyrirbæri sem mannskepnan verður heltekin af og mannsröddina sem eitthvað ómannlegt sem yfirtekur mannslíkamann.

Petter Letho sýndi nemendum ljósmyndir sem hann tók í Austur-Evrópu af gróskumiklli rappsenu sem þrífst þar og ræddi um tengsl ljósmyndana við núverandi verk í vinnslu, vetrarhúfur unnar frá grunni úr ull af Seyðfirsku sauðfé.

Litten Nyström, Erik Bünger, Petter Letho, Tinna Guðmundsdóttir og Berglind Ágústsdóttir.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *