Teikninámskeið: Myndin af því sem við sjáum

Fyrir 6 – 10 ára
Mánudaginn 10. ágúst – föstudagins 14. ágúst
kl. 13:00 – 15:00

Á námskeiðinu munu börnin kanna nýjar aðferðir í teikningu í gegnum leiki og ýmsar tilraunir. Unnið verður með mismunandi efnivið s.s. blýanta, kol, vatnsliti, vax og drullumall. Sambandið á milli þess sem við sjáum og þess sem við teiknum verður megin viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðið fer fram í Tónlistaskólanum en einnig verður unnið utandyra. Þátttakendur þurfa að mæta í vinnufötunum sínum og með viðeigandi útiföt fyrir drullumall og vesen.

Námskeiðið er unnið af frumkvæði Skaftfells í samstarfi við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og RoShamBo. Leiðbeinandi: Þórunn Eymundardóttir

Námskeiðsgjald er 6.500 kr. pr. barn, 50% systkinaafsláttur. Efniskostnaður er innifalinn.
Skráningarfrestur er til og með 30. júní, skráning fer fram á skaftfell@archive.skaftfell.is

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *