Austfirskir nemendur skoða og rannsaka Tvísöng

Á haustdögum tóku nemendur á miðstigi í öllum grunnskólum Austurlands þátt í listsmiðjunni Landslag og hljóðmyndir á vegum Skaftfells undir handleiðslu Guðrúnar Benónýsdóttur og Guðnýjar Rúnarsdóttur. Alls tóku 224 nemendur þátt í verkefninu og ferðuðust þau víðs vegar af Austurlandi til Seyðisfjarðar en smiðjan fór bæði fram í Skaftfelli og Tvísöng.
Markmið smiðjunnar var að nemendur lærðu um hljóð og hljóðmyndir í gegnum samtal, fyrirlestur, leik og bókverkagerð. Kannað var hvernig hægt væri að ímynda sér hljóð sem mynd og samband hljóðmynda við náttúruna og nærumhverfi okkar.


Skoðað var hvernig hljóð kastast til í rými með blöðrugjörningi og var hljóðskúlptúrinn Tvísöngur nýttur til þess. Ýmsum hugmyndum um hljóð var velt upp í samtali eins og t.d. Hvernig ferðast hljóðið? 
Hvað er hljóðmynd? 
Skiptir rýmið máli í tengslum við hljóð og hljómburð? 
Getum við fundið hliðstæður í myndum af náttúrunni og hljóðbylgjum?
Einnig fengu nemendur leiðsögn um sýninguna Jaðaráhrif í sýningarsal Skaftfells en sú sýning samanstóð af verkum þriggja listamanna sem unnu verkin sín út frá vistfræði og fengu nemendur að kynnast hugtakinu og um leið innsýn inn í niðurstöður listamannanna.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *