Íslensk alþýðulist

Ellefta listfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Íslensk alþýðulist og var hluti af List fyrir alla og BRAS 2019. Fengin var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari, til að þróa, hanna og kenna verkefnið. Aðstandendur Safnasafns veittu Guðrúnu bæði aðgang að upplýsingum og myndefni enda teljast þau til helstu sérfræðinga þegar kemur að íslenskri alþýðulist.

Öllum grunnskólum innan SSA auk grunnskólanna á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Öxarfirði var boðin þátttaka í verkefninu þeim að kostnaðarlausu. Samtals 14 skólar og 220 nemendur tóku þátt. Leiðbeinandinn ferðaðist í alla skólana og kenndi smiðjuna sem fól í sér um hálftíma kynningu og innlögn um alþýðulist þar sem nemendur fengu að kynnast hugtakinu og helstu listamönnum sem flokkast undir skilgreininguna auk verka þeirra. Í kjölfarið unnu nemendur, undir handleiðslu Guðrúnar, eitt af þremur verkefnum þar sem beittar eru aðferðir sem allar tengjast með einum eða öðrum hætti þekktum aðferðum alþýðulistamanna. Hver skóli hafði valið eitt þessara verkefna fyrirfram í samtali við fræðslufulltrúa Skaftfells. Verkefnin voru klippimyndir, pop-up myndir eða þrívíð form unnin úr dósum og töppum.

Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóð Austurlands, List fyrir alla og BRAS-Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *