Velkomin Sara Nielsen Bonde

Við bjóðum Söru Nielsen Bonde velkomna sem gestalistamann Skaftfells. Bonde (f.1992) frá Sønderborg í Danmörku, stundaði nám við Listaháskóla Suður-Jótlands í Danmörku og seinna við konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi þaðan sem hún hlaut meistaragráðu árið 2019. Hún stundaði skiptinám í Noregi við Listaháskólann í Tromsö og við Listaháskóla Íslands í Reykjavík.
Verk Bonde lúta að myndhöggvaralist þar sem hún vinnur með innsetningar utandyra. Hún hefur áhuga á því hvernig efni færast á milli þess að vera skilyrt af náttúru, menningu og iðnaði. Undanfarin ár hefur Bonde lokið við nokkrar varanlegar uppsetningar í Svíðjóð.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *