Home » 2003

40 sýningar á 40 stöðum

Þessi sýningaröð er haldin í tilefni af fertugsafmæli listamannsins og eins og nafn sýningarinnar segir til opnar ný sýning á nýjum stað á degi hverjum víðs vegar um heiminn. 19.júlí kom Aðalheiður til Seyðisfjarðar með skúlptúr í fartaskinu. Þar er Dieter Roth kominn, samansettur úr mörgum viðarbútum, með blýant sér við hönd. Nú situr hann í Skaftfelli á besta stað í húsinu og teiknar og skrifar dag eftir dag – þó reyndar fær hann dágóða hjálp frá gestum og gangandi. Dieter mun væntanlega heiðra húsið með nærveru sinni um ókomna framtíð.

Aðalheiður fæddist á Siglufirði 23.júní 1963. Hún útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 1993 og hefur síðan unnið við ýmis störf á myndlistarsviði. Árið 2000 hóf hún nám í Dieter Roth akademíunni og mun halda því ferðalagi áfram næstu árin.