Anna Vaivare – Hús, Fjöll og Landslag Seyðisfjarðar

Gallerí Herðubreið, 29. maí – 4. júní

Til að ljúka tíma sínum í gestavinnustofu Skaftfells ætlar listakona Anna Vaivare að deila með okkur síðustu teikningum sínum sem innihalda hús, fjöll og landslag Seyðisfjarðar.

Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst með myndskreyti og annars konar myndasöguform. Hún hóf feril sinn sem arkitekt eftir að hafa lokið námi frá Riga Technical University Faculty of Architecture and Urban Planning. Eftir að hafa gefið út þó nokkrar myndasögur og myndskreytt fimm barnabækur settist hún á skólabekk við Art Academy of Latvia Printmaking department og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu.

Anna dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells í apríl og maí, með stuðning frá Norrænu menningargáttinni (Nordic-Baltic Mobility Programme, Nordic Culture Point).