Auglýst eftir forstöðumanni

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Við miðstöðina starfa þrír starfsmenn allt árið, auk sumarstarfsmanns. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri miðstöðvarinnar. Helstu verkefni eru; Umsýsla með fjármálum, samningagerð og almenn stjórnunarstörf. Listræn stefnumótun, áætlanagerð og gerð styrkumsókna. Skipulagning og umsjón með sýningadagskrá og viðburðum, fræðsluverkefnum og starfsemi gestavinnustofa. Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, skólastofnanir og aðra sem vinna að málefnum lista og menningar … Halda áfram að lesa: Auglýst eftir forstöðumanni