Home » 2006

BLOBBY

24 jún 2006 – 07 júl 2006
Vesturveggur

Ragnar Jónasson og Sólveig Einarsdóttir opna sýninguna Blobby á Gallerí Vesturvegg í Skaftfelli, laugardaginn 24. júní kl. 17.

Á sýningunni leitast þau við að finna samhengi milli gróðurhúsaáhrifa, velmegunar í þjóðfélaginu og ísmenningar Íslendinga. Velt er upp spurningunni hvort heimurinn sé bráðnandi ís sem enginn vill borða, afskiptur líkt og uppþornaðar olíulindir í Texas. Er bráðnun íssins afleiðing ofvaxtar sem tekur á sig mynd manna eins og Bobby Ewing úr sjónvarpsþáttunum góðkunnu Dallas? Á sýningunni má sjá bráðnandi ís úr plastefni og málverk einungis unnin úr málningu.

Sólveig og Ragnar hafa lengi starfað saman í lífi og list en þau eru bæði útskrifuð úr Listaháskóla íslands.