Home » 2007

BROTIN MILLI HLEINA

09 ágú 2007 – 30 ágú 2007
Vesturveggur

Hildur og BJ Nilsen hafa unnið töluvert saman síðustu ár og hafa þau leikið saman á tónleikum víðs vegar um Evrópu.
Nú í sumar kom út geisladiskurinn “Second Chilhood”, sem þau unnu í samstarfi við hljómsveitina Stilluppsteypu.
Samsýningin þeirra ber nafnið “Brotin milli hleina” og kemur hljóðefniviðurinn úr umhverfi Seyðisfjarðar. Hljóð frá steinum, greinum, fossum og krossum eru soðin saman og útvarpað í víðóma hljóðsúpu á Vesturvegg Skaftfells.

 

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir hefur verið áberandi innan íslenskrar tónlistarsenu síðanstliðin ár. Hún hefur starfað með fjölda annarra listamanna s.s. Múm, Throbbing Gristle, Skúla Sverrissyni, Pan Sonic, Jóhanni Jóhannssyni, Schneider tm, Angel og Stilluppsteypu. Hildur er einnig meðlimur í nokkrum hljómsveitum, þar ber helst að nefna Stórsveit Nix Nolte sem spilar stórkostlega blöndu Búlgarskrar og Balkan tónlistar. Hildur hefur einnig samið talsvert af tónlist; fyrir fjölbreyttar hljómsveitarútsetningar; fyrir kvikmyndir, leikhús og dansleikhús verk, gert hljóð innsetningar og hljóð tengda gerninga. Fyrsta sólóplata Hildar “lost in hildurness” kom út hjá 12 tónum 2006.

BJNilsen er hljóð- og upptöku listamaður, búsettur í Stokkhólmi, Svíþjóð. Í verkum sínum leggur hann áherslu á náttúru hljóð og áhrif þeirra á manninn, umhverfishljóð og tíma- og rýmisskynjun ásamt elektrónískri úrvinslu eru meign einkenni verka hans. BJNilsen hefur unnið talsvert með hljómsveitinni Stilluppsteypu en einnig með listamanninum Chris Watson