Í öðrum víddum

Á dögum myrkurs munu myndmenntanemendur Skaftfells sýna tvær innsetningar þar sem þau fjalla um ljós og myrkur.

Nemendur úr 8. bekk Seyðisfjarðarskóla hafa unnið með líkamann á mörkum hins hlutbundna og óhlutbundna – í þeirri vinnu hafa þau notast við ljós og ljósmyndun. Innsetningin þeirra mun verða sýnd í gluggum Bókabúðarinnar – verkefnarýmis Skaftfells.

Nemendur 9. bekkjar hafa hætt sér öllu lengra út í alheiminn og verk þeirra verða sýnd inni í rými Bókabúðarinnar.

Sýningin er hluti af Afturgöngunni sem hefst klukkan 20:00 við Tækniminjasafnið föstudaginn 11. nóvember.