Home » 2010

Ekkert nýtt undir sólinni

21.02.10 – 14.03.10
Vesturveggurinn

Sýningin opnar sunnudaginn 21. febrúar kl. 16:00

Fimm listamenn frá Skotlandi hafa haldið úti rannsóknarbloggi síðasta mánuðinn hvar þeir hafa safnað upplýsingum um allt það sem þeir hafa horft á, lesið og hlustað á. Upplýsingarnar taka á hugmyndum um skáldaðan veruleika og hnattræn tengsl. Sýningin Ekkert nýtt undir sólinni inniheldur ný verk sem listamennirnir hafa unnið að á meðan að á dvöl þeirra í gestavinnustofu Birgis Andréssonar hefur staðið nú í febrúar mánuði.

Á meðan að á sýningunni stendur munu listamennirnir senda út nokkrar sjóræningja útvarpssendingar í gegnum bloggið thisisnothingnew.wordpress.com

Hópurinn kemur frá Edinborg í Skotlandi. Þau eru öll hluti af Rhubaba Studios teiminu. rhubaba.wordpress.com