Home » 2013

Entrance

Myndbandsverkið „Entrance” eftir þýsku listakonuna Önnu Anders var tekið upp á Seyðisfirði vorið 2012 og tóku fjölmargir íbúar þátt við gerð þess. Verkið verður sýnt helgina 15.-17. nóvember.

„Entrance“ samanstendur af nítján myndbandsupptökum. Hvert myndband sýnir framhlið hús á Seyðisfirði og er 9:40 mín að lengd. Öðru hverju stíga íbúar út úr húsinu og framkvæma hversdagslega athafnir; vatna plöntur eða hrópa á köttinn, eru uppteknir með börnum sínum, hreinsa stigann, spila á hljóðfæri eða prjóna peysu … ásamt meðfylgjandi umhverfishljóðum. Hvert myndband sýnir mismunandi hreyfingar og hljóð, þannig verður til nýtt þorp með litríkum húsum og nítján smásögur.

Tímasetningar og hreyfiferli var þróað í samvinnu við þátttakendur. Verkið er þar af leiðandi allt í senn heimild, gjörningur og skáldskapur.

Inngangur húsana þjónar sem tenging á milli einkalífs og almannafæri, eða sem leikhústjald á sviði veraldar þar sem konur og menn eru í aðalhlutverki.

Þátttakendur / leikarar:
Jónbjört Aðalsteinsdóttir, Einar Bragi, Ting Cheng, Philippe Clause, Árni Elisson, Sigurveig Gísladóttir, Tóta Gunnlaugsdóttir, Sveinhildur Ísleifsdóttir, Diljá Jónsdóttir, Anna Karlsdóttir, Pétur Kristjánsson, Zanda Krúze ásamt Mariju Evu og Sofiju Unu, María Ólafsdóttir, Páll Thamrong Snorrason, Rúnar L. Sveinsson, Bryndís Aradóttir, Hjalti H. Þorkelsson, Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson.

Aðstoðarmenn: Rökkvi Dýrason og Sindri Dýrason

Hljóðblöndun: Christian Obermaier

Eftirvinnsla: Franziska Röhlig

Texti: Anna Anders, þýðing Tinna Guðm.