Foss Editions á Vesturveggnum

24. janúar – 24. mars 2019

Seyðfirska útgáfan FOSS einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörkuðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn. FOSS er staðsett á Seyðisfirði og rekið af Litten Nystrøm og Linus Lohmann. Sýning þeirra á Vesturveggnum samanstendur af úrvali af nýlegum og nýjum prentuðum fjölfeldum. Hún mun standa frá 24. janúar til 24. mars 2019 og er aðgengileg á opnunartímum Bistrósins (15:00-21:00).