Garðar Bachmann Þórðarson á Vesturvegg

1. april – 12. júní 2022, Vesturveggur

Sýningin er opin á sama tíma og bistróið: Mán-fös kl. 12-22, lau-sun kl. 17-22.

 

Garðar Bachmann Þórðarson er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði.  Hann hefur starfað sem kokkur síðastliðinn 11 ár, bæði í Danmörku, Frakklandi og Spáni og hefur jafnframt fengist við ljósmyndun og video gerð. Hann hefur meðal annars sýnt verk sín á TIFF, Skjaldborg og nú síðast í Herðubreið.  

Garðar starfar nú sem kokkur á Ísfisks togaranum Gullver NS12 sem gerir út frá Seyðisfirði og vinnur að bók sem ber heitið Brak og Brestir eldað um borð í Gullver NS12. Bókverkið fjallar um lífið um borð í gegnum matar uppskriftir, ljósmyndir og dagbækur. Ljósmyndasýningin á Vesturveggnum býður upp smá innsýn inn í bókverkið.