Home » 2010

Geiri – ljósmyndir

Á Vesturveggnum mun fara í gang sýning á ljósmyndum eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Emilsson. Sýningin Geiri, líf og list Ásgeirs Emilssonar hefur nú staðið yfir í aðalsal Skaftfells í rúman mánuð. Nú mun Vesturveggurinn verða tileinkaður ljósmyndaranum Geira, en Geiri tók gríðarlegt magn af ljósmyndum um æfina. Þær bera hans sérstaka sjónarhorni glöggt vitni og minna gjarnan á  stolin augnablik fremur en uppstillingar. Sýningunni lýkur um leið og sýningunni í aðalsal, 30. júní.