Home » 2013

Gjörningur og tónleikar

Danski listahópurinn A Kassen, gestalistamenn Skaftfells, og raftónlistarmaðurinn Auxpan halda sameiginlegan viðburð laugardaginn 6. júlí kl. 17:00 við Tvísöng.

A Kassen sýna gjörning og Auxpan flytur eigin tónlist samfara.

Léttar veitingar fyrir börn og fullorðna í boði Skaftfells.
Það verður kolagrill á staðnum og öllum velkomið að koma með eigin mat.

 

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað, sjá nánar hér.