Hrúga

12.09.11 – 28.09.11

 

Hugmyndin að sýningunni er sú að Kristín Elva vinnur verk á stuttum tíma í vinnustofudvöl á Norðurgötu og hengir á Vesturvegginn, Marta María vinnur sín verk eins og bætir á vegginn. Síðan lýkur Melkorka ferlinu á sama hátt.

Verkin mega vera hvernig sem er og allar hengja verk sín upp eins og þær kjósa sjálfar – þær sem á eftir koma mega færa og breyta að vild en ekki má fjarlægja neitt af veggnum. Sýningin er breytileg og lifandi og niðurstaðan ófyrirsjáanleg.