Tangó tónleikar

11 mar 2006

Næstkomandi laugardag verða Tangó tónleikar í Skaftfelli.  Tónleikarnir verða í aðalsýningarsal Skaftfells þar sem nemar Listaháskólans hafa hreiðrað um sig.  Gestum gefst tækifæri til að hlýða á og dansa við ástríðufulla tóna Astor Piazzolla og kíkja á listaverk í vinnslu vorboðanna.  Hljómsveitin er skipuð fríðum flokki alþjóðlegra tónlistakennara Austurlands en hópurinn hittist reglulega, spilar og skemmtir sér.  Þetta eru þau Ólöf Birna Blöndal og Zigmas Genutis (Litháen) á píanó, Charles Ross (Skotland) á fiðlu og mandólín, Suncana Slamnig (Króatía) söngur og selló, Steingrímur Birgisson og Ronald Heu (Svíþjóð) á gítar, Tristan Willems (Bandaríkin) á kontrabassa, saxafón, þverflautu og klarínett, og Muff Worden (Bandaríkin) á harmonikku.  Hljóðmaður hópsins er Máni en hann kennir á rafgítar.   Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er aðgangur ókeypis.  Þann 17. mars mun sveitin síðan spila fyrir dansi á Eiðum en þá mun Tangókennari koma frá Reykjavík til að leiðbeina dönsurum, sveitin spilar á námskeiðinu og einnig á dansleik sem haldinn verður að námskeiðinu loknu.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *