IT WILL NEVER BE THE SAME

02 sep 2006 – 21 sep 2006
Vesturveggur

Laugardaginn 2. september 2006 kl: 17:00 opnuðu þeir kumpánar Kristján og Pétur sýningu sína:

It will never be the same

Þegar spennan í boga Vilhjálms Tell þeytti af stað örinni sem rataði í epli á höfði sonar hans voru að verki öfl þau sem Ísak Newton skilgreindi í þyngdarlögmálinu og hinum þremur lögmálum hreyfingar. Hins vegar voru öflin sem knúðu Tell til þess að leggja líf sonar síns í hættu verk manna í leit að reglu og skipulagi. Þó hægt sé að fullyrða að tár sem fellur af hvarmi hafi hröðunina

þá er ógerlegt að gera formúlu sem útskýrir hvaða tilfinnin gar framkalla tárin. Höfuðlausn þeirra Tell feðga fólst í kunnáttu, nák væmni og styrk, en ónotatilfinningin sem nagaði Vilhjálm og lét hann efast um eigið ágæti gerði þá höfuðlausn skammvinna. Þó var strax ljóst að ekkert yrði sem áður.

Í krafti þeim sem Newton skilgreindi og Tell skildi til fulls túlka Kristján Loðmfjörð og Pétur Már Gunnarsson forvitnina og efann sem eru grundvöllur veraldar undirorpna breytingum eins og þessi er sem við byggjum.

Kristján Loðmfjörð er þekktur af fyrri störfum hjá Lortinum, en flutti til Hollands þar sem hann nam við Myndlistarakademíuna AKE í Enschede. Þar kom hann af stað eigin útgáfufyrirtæki One more time for the people  sem hefur staðið fyrir útgáfu tónlistarmyndbanda eftir hann sjálfan. Kristján er nýfluttur heim til Íslands, fullgildur myndlistarmaður og er nú í læri hjá Valgarði Bragasyni múrarameistara.

Pétur Már Gunnarsson hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands og við Listaakademíuna í Vínarborg. Um skeið var hann stjórnarformaður Nýlistasafnsins, en þar gefur nú og fram til 3. september að líta sýninguna ,,of course it welcomes the foreigners, the boundary“ sem hefur hlotið mikið lof og verið einkar vel sótt, en hana vann Pétur í samstarfi við Johann Maheut og Toshinari Sato. Samhliða opnuninni á Vesturvegg Skaftfells birtir Pétur nýtt verk á sýningunni ,,Guðs útvalda þjóð“ í Kling og bang, Laugavegi.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *