Leiðsögn og spjall um myndlist í september

Leiðsögn og spjall um myndlist

Í tilefni af sýningu Birgis Andréssonar, Tuma Magnússonar og Roman Signer mun Skaftfell bjóða uppá leiðsögn og almennt spjall um myndlist fyrir hópa af öllum gerðum nú í september.

Þetta er kjörið tækifæri til að öðlast innsýn í vinnuaðferðir samtíma listamanna og auka færni í lestri á myndlist.

Áhugasamir hafi samband við Skaftfell með tölvupósti, skaftfell@archive.skaftfell.is eða í síma 472 1632 til að bóka.

Skaftfell_batmrs_saman