Magone Šarkovska sýnir í Bókabúðinni – verkefnarými

Magone Šarkovska
09.12.10 – 31.12.10
Bókabúðin – Verkefnarými / The bookshop – projectspace
Hótel Aldan – Gleymmérei, efrihæð / Hotel Aldan – second floor Vintage shop

Magone Šarkovska er fædd 1985 í Lettlandi. Hún hefur nú dvalist í boði Skaftfells sem gestalistamaður á Seyðisfirði frá því 1. nóvember.
Magone Šarkovska er málari, hún vinnur hefðbundin olíumálverk en viðfangsefni hennar er afar óvenjulegt – smáatriði úr umhverfinu sem við gefum vanalega ekki mikinn gaum fá á sig upphafna mynd í verkum þar sem vandað er til í hvívetna.

Hvað, hvernig og hversvegna ég vinn:

Hversdagslegir hlutir úr umhverfi mínu: við mennirnir erum þrælar tilfinningalífs okkar en hlutir fela í sér hugmyndir um notagildi og efnivið – þeir eru frjálsir undan oki tilfinninganna eða skapbrigðanna sem fylgja veðrabreytingum, þeir hafa fullkomna sjálfstjórn tilfinningalega. Ég hef það fyrir vana að horfa lengi á hluti í umhverfi mín – þetta er einskonar hugleiðsla. Ég myndi vilja að fólk horfði einnig þannig á verk mín sem eru unnin á hefðbundin akademískan máta, hlutbundin olíumálverk. Ég myndi kjósa að fólk horfði á verk mín á sama hátt og hjón sem hafa búið saman í 50 ár horfa hvort á annað, hefur þú einhverntímann velt fyrir þér hversu fallegt, áhugavert og spaugilegt það er í raun? Það sama gildir um ljósastaur, á hverju kvöldi geng ég hjá og eftir mánuð er ég farin að elska hann!

Magone Šarkovska
þýð: Þórunn Eymunard.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *