Extract of the Complete Works

23. ágúst – 20. september 2012
Vesturveggur / Reaction Intermediate

Roger Döring mun opna tvær sýningar samtímis á Seyðisfirði næstkomandi fimmtudag. Á Vesturveggnum opnar sýningin „Extract of the Complete Works – no. 1“  en í Hof studíó og gallerí opnar „Extract of his complete works – no. 2“.

Á báðum þessum sýningum mun Roger sýna teikniseríu sem hefur verið með í vinnslu í árabil. Viðfangsefnið er karakterinn Efendi sem Roger hefur teiknað síendurtekið og samanstendur serían af yfir 100 teikningum.

Með yfirskrift sýninganna “Extract of the/his Complete Works ” gefur listamaðurinn til kynna að öll listrænafurð hans sé tengd þótt tjáningarmiðillinn sé mismunandi; teikningar, tónlist, ljóð, sögur, myndbandslist o.s.frv.

Roger er ættaður frá Þýskalandi og er staddur á Seyðisfirði til að vinna að útgáfu nýrrar plötu. Hann meðlimur hljómsveitarinnar Dictaphone, hefur unnið með Imre Thormann (Butoh Dance), mosermeyerdöring og Konrad Korabiewski. Samhlið hefur Roger búið til kvikmyndatónlist, tónlist fyrir leik- og dansverk, og starfað sem leikari.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *