Hnallþóra í sólinni

7. september 2013 – 16. febrúar 2014
Aðalsýningarsalur

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi fagnar með stolti fimmtánda starfsári sínu með sýningu á verkum eftir svissneska listamanninn Dieter Roth (1930-1998). Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa um sýninguna, sjá nánar hér.

Dieter var með eindæmum fjölhæfur myndlistamaður og hönnuður. Hann skapaði linnulaust af mikilli eldmóð og vann í ólíka miðla; grafík, höggmyndir, málverk, bókverk og myndbandslist. Nálgun Dieters við sköpunarferlið, tæknilegar aðferðir og efnivið var nýstárleg, og er hann talinn með áhrifamestu listamönnum frá Evrópu, eftir seinni heimstyrjöld.

Á sýningunni Hnallþóra í sólinni er lögð áhersla á framlag Dieters til prentmiðilsins sem listamaðurinn hafði mikinn metnað fyrir. Til sýnis verða grafíkverk og bókverk valin af Birni Roth, syni Dieters. Björn skiptir sýningunni upp í ellefu tímabil sem spanna frá 1957 til 1993 og veitir greinargóða innsýn í listsköpun og ævistarf Dieters. Til sýnis eru yfir 40 verk og seríur, úr einkaeigu og fengin að láni frá Nýlistasafninu.

Dieter fluttist til Íslands árið 1957 og hóf að venja komu sínar á Seyðisfjörð upp úr 1990. Áhrifa hans gætir víða í íslenskri myndlistarsögu og gegndi hann sömuleiðis mikilvægu hlutverki í menningarlífi Seyðfirðinga. Þegar Dieter lést árið 1998 var haldin sýning honum til heiðurs í Skaftfelli sama ár. Sýningin bar heitið Sýning fyrir allt – til heiðurs og minningar um Dieter Roth og áttu um 70 listamenn verk til sýnis. Titill sýningarinnar vísar í óritskoðaða tímaritið og bókverkið „Zeitschrift für Alles / Tímarit fyrir allt“ sem Dieter gaf út og þátttaka var opin fyrir alla.

Leiðsögn og vinnusmiðja

Fjölskyldum verður boðið upp á leiðsögn og vinnusmiðjur sunnudaginn 6. október kl. 15 og laugardaginn 9. nóvember kl. 15.

Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2013-2014 fyrir grunnskólanema mun taka mið af nálgun og aðferðafræði Dieters.

Umfjöllun

Kvöldfréttir Sjónvarps, 28. okt 2013: http://www.ruv.is/frett/verk-dieters-roths-a-hnallthoru-i-solinni

Styrktaraðilar

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *