(MAL)FUNCTION

Verið velkomin á sýningu Jukka Hautamäk og Minna Pöllänen í Bókabúðinni-verkefnarými þriðjudaginn 16. desember kl. 17:00.

Jukka Hautamäk heldur tónleika kl. 18 á opnunardaginn.

Einnig mun Minna Pöllänen vera með útigjörning, Skoðunarferð, fimmtudaginn 18. des kl. 18. Lengd 30, á ensku. Klæðist eftir veðri.

Opið daglega 17. – 19. desember 2014, opið frá kl. 15-18

Listamaðurinn Jukka Hautamäki (b. 1971), er fæddur í Oulu en býr og starfar í Helsinki, Finnlandi. Jukka vinnur með fundin efni, rafeindatækni, hljóð, ljós og myndband.

Í Bókabúðinni-verkefnarýni sýnir Jukka ný “gerðu það sjálfur” hljóðtæki sem hann hefur unnið að meðan á dvöl hans stóð í gestavinnustofu Skaftfells. Á opnuninni mun Jukka flytja gjörning þar sem hann spila á nýju heimagerðu hljóðtækin.

Hljóðgjörningar Jukka eru rannsóknir á örlitlum rafrænum hljóðheim. Hann flytur tónverkin í rauntíma með því að breyta mismunandi samsetningum og endurtengja rafrásir. Samspil framkomu og hljóðs spilar stóran þátt í lifandi flutningi sem þessum. Rafeindartækin og vírarnir bera einnig fagurfræði- og hugmyndafræðilegt gildi. Tónlistarstíllinum má lýsa sem óhlutbundin umhverfshljóðum með snúningi.

Jukka hefur komið fram í Evrópu og Norður-Ameríku, m.a. á La-Bas tvíæringnum og AAVE hátíðinni í Helsinki, Ges21 í Sankti Pétursborg, Mengi í Reykjavík, Avatar Centre í QuebecCity og Madame Claude í Berlín. Hann hefur haldið gagnvirk hljóðlista og rafeindatækni námskeið í Finnlandi (Kokomys, MUU, Aalto University), Þýskaland, Pólland og Eistland.

Fyrir frekari upplýsingar má finna á: www.jukkahautamaki.com

Minna Pöllänen (f.1980) er finnsk myndlistarkona sem býr og starfar í London. Minna vinnur með ljósmyndir, skúlptúra og gjörningamiðilinn. Með list sinni kannar hún þema- og kerfistengd atferli sem snúa að landslagi, stjórnmálum (opinberu) rými og staðarhætti. Skúlptúra hennar eru oft úr tilfallandi timbri, pípulögnum og öðrum byggingarefnum sem hún finnur reiðum höndum.  Við gerð skúlptúrana leggur hún fremur áherslu á vinnuferlið en handverkið.

Í Bókabúðinni-verkefnarýni mun Minna sýna ljósmyndir og skúlptúra á tilraunstigi sem hún er að þróa umþessar mundir.

Minna mun einnig flytja gjörningin “Skoðunarferð” á meðan á sýningartímabilinu stendur. Sem leiðsögumaður, mun hún leiða gesti í 30 mínútna göngutúr um Seyðisfjörð. Með kennileiti og arkitektúr bæjarins að leiðarljósi mun Minna tengja Seyðisfjörð við tvíburabæ sinn, Vantaa sem er staðsettur í Suður-Finnlandi.

Nýlegar einkasýningar Minna eru: Gallery Huuto, Helsinki(2014), Suomesta-Gallery, Berlin (2014), Photographic Centre Peri, Turku (2014) and Galerie Les Territoires, Montreal (2012). Nýlegar hópsýningar eru meðal annars: Kilometre of Sculpture, Rakvere (2014), Shonibare Guest Projects, London (2014), Mänttä Art Festival, Mänttä (2013), FFWE at The Photographers’ Gallery í London (2012).

Fyrir frekari upplýsingar má finna á: www.minnapollanen.com

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *