Åse Eg Jørgensen – Kompendium

Gallerí Vesturveggur í Bistrói Skaftfells,  27. mars – 12. júní, 2019.

Åse Eg Jørgensen (fædd 1958) er dönsk listakona og grafískur hönnuður sem búsett er í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið meðútgefandi listatímaritsins Pist Protta síðan 1981. Hún vinnur með prentað efni og er mjög umhugað um pappír, liti og bækur. Åse hefur komið til Seyðisfjarðar síðan 2013, sem gestalistamaður og nýverið til að leiða þematengda vinnustofu Skaftfells „Printing Matter“. 

Útgáfa Åse samanstendur af ritröð bókverka sem sífellt bætist við í og kallast Kompendium 1-38 (2010-2019). Úrval ritraðarinnar er nú til sýnis á Gallerí Vesturvegg. Ritröðin er prentuð með einlita laserprentara á blöð að stærð A4, brotin saman í stærð A5 og handsaumuð. Þau voru til að byrja með gefin út í 40 eintökum. Hver og ein af þessum 38 mismunandi bókum er „safn staðreynda, teikninga og ljósmynda um ákveðið efni“ og túlka bæði og eru lýsandi fyrir hvað „yfirlitsrit“ er.

Gallerí Vesturveggur er með sama opnunartíma og Bistróið: Mán-fös 12:00-22:00, lau-sun 15:00-22:00. 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *