Alessa Brossmer / Morten Modin

Alessa Brossmer (DE) og Morten Modin (DK) verða með pop-up sýningu í Herðubreið föstudaginn 24. maí, kl. 16:00-18:30, þar sem þau munu sýna afrakstur eftir tveggja mánaða dvöl í gestavinnustofu Skaftfells. 

Í boði verða léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir.

Listamennirnir verða með stutta kynningu kl. 17:00

Morten Modin (f. 1981) er danskur listamaður og hlíta viðfangsefni verka hans lögmálum orsakasamhengis en eru á sama tíma undir áhrifum óstöðugleika: Verkin eru staðbundin að því leitinu til að þau tengjast byggingarlegum, sálrænum og tilfinningalegum breytileika umhverfis. Morten vinnur með teikningar, skúlptúra og innsetningar og leggur jafnframt áherslu á að vera líkamlega til staðar í ferlinu og tvinnar þannig saman stafrænt og hliðrænt rými. Við dvöl sína í Skaftfelli hefur hann aðallega unnið með stórar teikningar. 

Morten útskrifaðist 2014 með MFA gráðu frá Konunglega danska listaháskólanum í Kaupmannahöfn og hefur sýnt hjá Århus Fine Art Museum (2014), Kunsthal Nord (2015) og Vejen Fin Art Museum. Hann hlaut Carl Nielsen og Anne Marie Carl-Nielsens verðlaunin fyrir skúlptúrana sína og hefur hlotið styrk frá Danska listráðinu bæði starfs- og framleiðslustyrki. Dvöl hans í Skaftfelli er styrkt af Nordic-Baltic Mobility Programme.

Alessa Brossmer (f. 1988 í Þýskalandi) einblínir á margs konar miðla og vinnur á mörkum arkitektúrs og rannsóknarvinnu. Hún notar ljósmyndir til að safna upplýsingum fyrir þvívíð verk  og vinnur jafnframt með afsteypumót, líkön og výnil við gerð verka sinna. Alessa nam við skúlptúrdeild í University of Art and Design Halle og hagnýta menningarmiðlun við Merseburg University of Applied Sciences. Hún hefur sýnt verk sín í Þýskalandi og Austurríki t.d. í Bauhaus Dessau og Kunstlerhaus Palais Thurn und Taxis í Bregenz. Dvöl hennar í Skaftfelli er styrkt af European Cultural Foundation.

‘GlowInTheDark’ og ‘mission EARTH’ eru tvö verkefni sem Alessa hefur þróað við dvöl sína á Íslandi. Bæði verkefnin byggjast á náttúruöflum sem hægt er að upplifa mjög sterkt hér á landi. Sökum staðsetningar er Ísland undir áhrifum mismunandi atburða sem tengjast ís og eldi. Bergmyndanir eyjunnar bera vott um þessa atburði og urðu þess vegna fyrir valinu sem megin útgangspunktur fyrir verkefnunum ‘GlowInTheDark’ and ‘mission EARTH’.

Mynd: Morten Modin, ‘Kitchen table issues and mountains’, 2019.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *