Zdenka Brungot Svíteková – Ferðast á milli laga

Danssmiðja og líkamsvinna

„Eðli okkar er eins og landslag, sífellt að ummyndast um leið og það leitast eftir samfellu og endingu.“ Bonnie Bainbridge Cohen

Zdenka Brungot Svíteková (NO/SK) er gestalistakona Skaftfells í águst og september. Hún er dansari, danshöfundur og kennari. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í dansi frá Academy of Music and Dramatic Arts Bratislava, Slóvakíu. 

Verk Zdenku eiga rætur sínar að rekja til rannsókna hennar á hreyfingu í tengslum við djúpstæðan áhuga hennar á líkamanum. Í augum Zdenku er líkaminn vettvangur rannsókna, skilnings og minninga; hann kennir, miðlar og geymir upplýsingar. Eitt af leiðarstefum í listrænni nálgun hennar er að skapa rými fyrir, og um leið að virkja, hina persónulega tjáningu sem hver einstaklingur býr yfir. Líta má á dansverk hennar sem gjörninga sem eiga sér stað í mismunandi rýmum t.d. í leikhúsum, galleríum og opinberum rýmum. Rauði þráðurinn í verkunum tengist áhuga hennar í gegnum tíðina á minni, snertingu, myndbyggingu sem varir í stuttan tíma, ferli og eðli samvinnu.

„Sem hluti af vinnustofudvöl minni í Skaftfelli langar mig til að deila reynslu minni með áhugasömum: hrifningu minni og ástríðu fyrir hreyfingu, fegurð hennar, frelsisins sem býr innra með okkur og þekkingu minni á líkamanum sem ég hef kynnst sem dansari, danshöfundur og rannsakandi. Nálgun mín byggir á líkamsþjálfun (Feldenkrais tækni, Skinner release tækni, Yoga, Facia þerapíu, Klein tækni) losunarvinnu, tilraunakenndri líkamsrannsókn auk klassísks dans og nútímadans.“

Danssmiðja í hóp

Þriðjudaginn 27. ágúst og föstudaginn 13. september, kl. 19:00-20:30, í bíósal Herðubreiðar

Aðgangur er ókeypis. Opið fyrir alla 16 ára og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir reynslu. Takið með þægileg föt sem auðvelt er að hreyfa sig í. 

„Í dansssmiðjunni munum við skoða ofan í kjölin hugmyndir okkar um hvíld, jafnvægi, sjálfbærni og úthald og hvernig þetta tengist allt saman þekkingu á eigin líkama, líkamsgerð og kerfi hans. Við munum enbeita okkur að heilbrigðum hreyfingum, rækt, komumst smám saman að því hvers líkaminn er megnugur og leitum leiða til áhrifamikilla hreyfinga.  Ég lít svo á að með smiðjunni sé ég að leiðbeina fólki til að komast að því hvar áhugi þeirra liggur og aðstoða þau við að skapa sér ramma utan um forvitni þeirra og gleði sem hreyfingin felur í sér en um leið að virða líkamann og getu hans.“ 

Líkamsvinna fyrir einstaklinga

Tími eftir samkomulagi á hverjum fimmtu- og föstudegi til 27. sep, Norðurgötu 5 (fyrir ofan Gullabúið)

Hver tími tekur um 30-45 mínútur og eru ókeypis og opnir öllum. Börn eru velkomin í fylgd með fullorðnum. 

Skráning: zden.svitekova@gmail.com eða Whatsapp +420732589733

„Líkamsvinna fyrir einstaklinga: Markmiðið er losa spennu í líkamanum, auka almenna vellíðan og skilning hvers og eins á eigin líkama og hreyfigetu hans. Þessi tækni var þróuð með langtímarannsóknum á fyrirbærinu snerting sem tæki til að upplýsa og endurbæta líkamann. Ég vinn með snertingu þar sem ég notast við þrýsting með ólíkum blæbrigðum allt frá litlum að miklum þrýstingin en alltaf í takti við ástandi líkamans. Þessi nálgun byggir á mismunandi líkamsþerapíum auk þekkingar minnar og reynslu sem dansari.“ 

Líkamsvinnan var þróuð sem hluti af rannsóknarverkefninu HAZARD ZONE þar sem míkró hreyfingar og lagskiptar tektónískar hreyfingar líkamans voru rannsakaðar. HAZARD ZONE er styrkt af Slóvenska menningarmálaráðuneytinu.

Dvöl Zdenku í gestavinnustofu Skaftfells er styrkt af Norrænu menningargáttinni og Slóvenska menningarmálaráðuneytinu.

 

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *