Hazard Zone – Ferðast á milli laga

Þriðjudaginn 10. september kl. 20:00-21:00, bíósalur Herðubreiðar

Zdenka Brungot Svíteková mun ásamt danshópnum sínum, sem dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells, sýna dansgjörning sem þau eru að þróa í bíósal Herðubreiðar þriðjudaginn 10. september kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Til viðbótar munu fara fram tveir gjörningar utandyra á næstu dögum (viðburðurinn er háður veðri). Allir eru velkomnir og mega mæta hvenær sem er á meðan á gjörningnum stendur:

Föstudaginn 6. september kl. 15:00-17:00 í Vestdal.

Miðvikudaginn 11. september kl. 14:00-16:00 á veginum út að snjóflóðagarði og kl. 17:30-19:00 á regnbogagötu/Norðurgötu.

Höfundur hugverks / flytjandi: Zdenka Brungot Svíteková (NO/SK)

Listrænir stjórnendur / flytjendur: Zoe Dowlen (GB/CH), Marion Harmand (FR), Viktor Černický (SK)

Með því að teikna samsíða línu milli líkama jarðarinnar og mannslíkamans, reynir Hazard Zone að skapa sjónarhorn á líkamann með linsu jarðfræðilegra fyrirbæra. Í verkinu eru tveir kvarðar tímarúms rannsakaðir: hið mennska og alheimsins og býr í kjölfarið til núning milli ævi mannsins sem er hverful í eðli sínu og jarðsögulegs tíma jarðarinnar. Ætlunin með Hazard Zone er að skapa bæði ljóðræna og myndræna sýn og vekja okkur til vitundar á þeirri staðreynd að líkaminn erí stöðugu flæði og umbreytingu. 

Þetta verk í vinnslu hefur þróast á löngu rannsóknartímabili þar sem bæði tektónískar og míkró tektónískar hreyfingar efnis eru rannsakaðar. Innblásturinn er fenginn frá jarsögulegu ferli, líkamsminni og djúpsálarfræði. Með henni eru skoðuð gangvirki og virkni einstakra líkama, milli líkama og milli líkama og rýmisins sem þeir dvelja í.

“If you want to know past causes, you’ll find them in the current consequences. If you want to know the future outcomes, you’ll see them in the current deeds.” (Taoist school Dragon gate, Taoism of the Full reality)

Zdenka Brungot Svíteková (NO/SK) er dansari, danshöfundur og kennari. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í dansi frá Academy of Music and Dramatic Arts in Bratislava, Slóvakíu. 

Verk Zdenku eiga rætur sínar að rekja til rannsókna hennar á hreyfingu í tengslum við djúpstæðan áhuga hennar á líkamanum. Í augum Zdenku er líkaminn vettvangur rannsókna, skilnings og minninga; hann kennir, miðlar og geymir upplýsingar. Eitt af leiðarstefum í listrænni nálgun hennar er að skapa rými fyrir, og um leið að virkja, hina persónulega tjáningu sem hver einstaklingur býr yfir. 

Dvöl Zdenku í gestavinnustofu Skaftfells er styrkt af Norrænu menningargáttinni og Slóvenska menningarmálaráðuneytinu.


Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *