Moa Gustafsson Söndergaard

Hjartanlega velkomin Moa Gustafsson Söndergaard gestalistamaður Skaftfells í maí. 

Verk hennar eru staðsett í kringum efni og staði sem umkringja okkur. Hún hefur áhuga á minningunum sem þessir staðir og hlutir bera með sér og hvernig þeir móta okkur og samfélag okkar. Listsköpun hennar er samblanda af stúdíóvinnu og vettvangsvinnu, þar sem hún safnar efni, myndum og hlutum frá ólíkum stöðum og notar sem útgangspunkt í verkum sínum. Hún kannar umhverfi sitt með kenningum tengdum jarðfræði og mannfræði og notar göngu sem listræna aðferð. Bæði líkamlega hlið hreyfingar en einnig hugmyndin um að kortleggja og þýða rými með líkamanum.

Meðan á dvöl hennar á Seyðisfirði stendur mun hún halda áfram rannsóknarverkefni sínu Becoming. Becoming er rannsókn á hreyfingu og líkamlega þætti þess að ganga í gegnum jarðfræðilegt, mannfræðilegt sjónarhorn. Rannsókn sem kannar mannlega hegðun með líkamlegum inngripum og skúlptúr.

http://moagustafssonsondergaard.se/

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *