12. apríl – 6. júní
SÝNINGAROPNUN: 12. APRÍL 16.00 – 18.00
Sýningin Everything with Tenderness, sem inniheldur ný olíumálverk eftir Ra Tack og röð nýrra skúlptúra The Ferryman and His Staff eftir Julie Lænkholm, býður upp á blíðlegt, sjálfshugult ferðalag beggja listamanna sem kanna hver um sig þemu umbreytinga með umönnun að leiðarljósi.
Ra Tack (hán) (f. 1988) er belgískur listmálari búsett á Seyðisfirði. Verk Tack bjóða áhorfandanum inn í gróskumikinn, tímalausan heim sem er í senn kunnuglegur og stórkostlegur – útópía full af þrá. Olíumálverk Tack kanna þemu um umskipti, tvíhyggju, ást og kyrralíf, af impressionískum ákafa sem fengin er úr innri heim listamannsins. Verk háns endurspegla einangrun og tilfærslu, sveiflast á milli abstrakt og hlutbundinnar framsetningar, og nota liti sem áferð til að vefja ímyndað landslag. Valdar sýningar eru: „Tell me I will be fine after all“, Associate Gallery, Reykjavík (2023), „Always, the End is Everything“ (með Florence Peake) IMT Gallery, London (2024); „I don’t know how to human in theatre of nature“, Sláturhúsið, Egilsstaðir (2020), “Óþekkt alúð”, Hafnarborg, Hafnarfjörður (2024).
Julie Lænkholm (f. 1985) býr og starfar í Kaupmannahöfn. Með rætur í hugmyndum og aðferðum sem felast í sameiginlegri þekkingaröflun, rannsóknaraðferðum og venjum sem hafa borist munnlega kynslóða á milli, skoðar Lænkholm aðallega sögu kvenna og þekkingu sem hefur gleymst eða á annan hátt verið á virkan hátt hundsuð. Með listsköpun sinni stefnir hún að því að skerpa á þessum týndu frásögnum og staðsetja þær í samtímaumræðu. Valdar einkasýningar: ”En Vinterhave/Den Indre Vinter”, ARoS, Árósum, Danmörku (2024), Motherwort, varanleg uppsetning, Noma, Kaupmannahöfn, Danmörku (2023), “We the mountain/Fjallið við”, Ásmundarsalur, Reykjavík, Ísland (2022), “Dying Ocean Metal Waterfall”, Textile Arts Center, New York, Bandaríkin (2020), “Omsorg”, Galleri Nicolai Wallner, Kaupmannahöfn, Danmörku (2020 / 2021).