Á Vesturvegg Skaftfells bístrós eru nú til sýnis verk Linus Lohmanns fram í miðjan október.
Sýning Linusar Lohmann á vesturveggnum samanstendur af fjórum myndum sem unnar eru með tilraunastarfsemi og einni blekteikningu á pússaðri álplötu. Myndirnar eru viðbragð við Trophy-myndaröð Dieters Roth sem sýnd er á austurvegg Skaftfell Bistrós. Verkin eiga uppruna sinn í ljósmyndum af bráðnum og endurfrosnum snjó, teknum á kvöldgöngum að vetrarlagi.
Teikningin er sprottin úr glósubók listamannsins, hann endurhugsar og sér fyrir sér glósur og krot sem fangar reikandi hugsanir hans.
Skaftfell Vesturvegg – 30. ágúst – 17. október 2024